Undir liðnum VÖRULISTI er m.a. að finna yfirlit yfir Merinóull.

 Nú er hægt að panta í gegnum vörulistann.  Vörurnar verða sendar til kaupanda með póstkröfu.

Merinóullin er áströlsk, sérstaklega mjúk og fíngerð (17 - 19 mikron) og fæst í yfir 100 litbrigðum. Ullin er unnin í lengjur og liggja hárin samsíða í lengjunum. Lengjurnar eru undnar upp  í um 100 gr. hankir. Einnig er hægt að fá hankir með samkemdum litum og einnig samkembur með merinóull og  silki.

Merinóullin hentar mjög vel til þæfingar, annað hvort ein og sér, með annari ull t.d. til skreytingar og einnig til þæfingar með silkiefnum.
Merinóullin er notuð í ýmis konar fatnað og annað sem þarf að vera þunnt og /eða mjúkt viðkomu. Athugið að merinóullin hentar ekki í töskur, skó og aðrar flíkur sem verða fyrir miklum núningi.